Vinirnir Alex Lifeson og Geddy Lee.
Vinirnir Alex Lifeson og Geddy Lee.
Áfram gakk Alex Lifeson, gítarleikari Rush, staðfestir í samtali við Make Weird Music að bandið sé hvergi nærri hætt störfum en trymbillinn, Neil Peart, féll frá á síðasta ári.
Áfram gakk Alex Lifeson, gítarleikari Rush, staðfestir í samtali við Make Weird Music að bandið sé hvergi nærri hætt störfum en trymbillinn, Neil Peart, féll frá á síðasta ári. Þvert á móti þrái þeir Geddy Lee, bassaleikari og söngvari, að koma saman aftur og semja nýja tónlist. Síðasta tónleikaferðalagi Rush lauk árið 2015 og alltaf hefur staðið til að taka upp þráðinn, að sögn Lifeson. Lee hefur á hinn bóginn verið upptekinn við að skrifa og fylgja eftir endurminningum sínum og síðan skall heimsfaraldurinn á. „Við vinnum mjög vel saman og höfum gert frá því við vorum fjórtán ára,“ segir Lifeson en þeir Lee eru orðnir 67 ára.