Drangar Gistiheimilið á Snæfellsnesi er hannað af Studio Granda.
Drangar Gistiheimilið á Snæfellsnesi er hannað af Studio Granda.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Tilkynnt hefur verið hvaða byggingar eru tilnefndar í fyrsta vali til hinna virtu arkitektúrverðlauna sem Evrópusambandið veitir og eru kennd við stjörnuarkitektinn Mies van der Rohe.

Tilkynnt hefur verið hvaða byggingar eru tilnefndar í fyrsta vali til hinna virtu arkitektúrverðlauna sem Evrópusambandið veitir og eru kennd við stjörnuarkitektinn Mies van der Rohe. Alls eru tilnefndar 449 byggingar í 41 landi og þar á meðal eru þrjú íslensk verkefni, gistiheimilið Drangar, Guðlaug á Langasandi og þjónustuhús við Hafnarhólma á Borgarfirði eystri.

Drangar eftir Studio Granda hlaut á dögunum Hönnunarverðlaun Íslands 2020. Það er nýtt gistiheimili á gömlum grunni, á Snæfellsnesi og hannað af arkitektastofunni Studio Granda sem var stofnuð af þeim Margréti Harðardóttur og Steve Christer.

Guðlaug er eftir Basalt Arkitekta, stofu sem var stofnuð af Sigríði Sigþórsdóttur, Hrólfi Karl Cela og Marcos Zotes. Þetta er heit laug staðsett í grjótgarðinum á Langasandi á Akranesi. Guðlaug er á þremur hæðum.

Þjónustuhús við Hafnarhólma á Borgarfirði eystri er eftir Andersen & Sigurdsson Arkitekta, stofu sem var stofnuð af Ene Cordt Andersen og Þórhalli Sigurðssyni. Þetta er aðstöðuhús fyrir sjómenn og starfsmenn við höfnina en einnig fyrir fjölda ferðamanna sem koma í hólmann til að skoða lunda.