Eyjarnar Mikill skólabær.
Eyjarnar Mikill skólabær. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
„Hér í Vestmannaeyjum hefur öflugt fólk tekið höndum saman og sett sér metnaðarfull markmið um breytta kennsluhætti og nálgun sem byggir á niðurstöðum fremstu vísindamanna,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra.

„Hér í Vestmannaeyjum hefur öflugt fólk tekið höndum saman og sett sér metnaðarfull markmið um breytta kennsluhætti og nálgun sem byggir á niðurstöðum fremstu vísindamanna,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra.

Stofna rannsóknasetur

Fulltrúar menntamálaráðuneytis, Vestmannaeyjabæjar, Háskóla Íslands og Samtaka atvinnulífsins staðfestu í gær vilja sinn til samstarfs um undirbúning og framkvæmd þróunar- og rannsóknarverkefnis í Grunnskólanum í Vestmannaeyjum. Verkefnið miðar að því að fylgja nemendum eftir frá upphafi grunnskólagöngu þeirra haustið 2021 til loka hennar, alls í tíu ár.

Hvatafólk verkefnisins eru bæjaryfirvöld Vestmannaeyja, stjórnendur Grunnskólans í Vestmannaeyjum og Hermundur Sigmundsson, prófessor í lífeðlislegri sálfræði. Árangur og afurðir verkefnisins verða nýtt í þágu allra grunnskólanema á Íslandi. Sett verður á laggirnar menntarannsóknasetur í Vestmannaeyjum sem annast undirbúning og framkvæmd.

Færni og ástríða

„Vellíðan og árangur haldast í hendur og hér er fólk reiðubúið að vinna þétt saman að því að bæta hvort tveggja,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.

Áherslur verkefnisins snúa að læsi, stærðfræði, náttúrufræði, hreyfingu og hugarfari nemenda og tengjast þróun á kennsluháttum, kennsluefni og starfsþróun og ráðgjöf til kennara og skólastjórnenda. Markmiðin eru annars að 80% nemenda séu læs við lok 2. bekkjar og að allir nemendur þjálfist í lesskilningi alla grunnskólagönguna; að nemendur fái þjálfun sem stuðlar að færni í skapandi skrifum og framsögn, öðlist ástríðu fyrir náttúru- og umhverfisfræði og bæti hreyfifærni sína og og einbeitingu. sbs@mbl.is