Flamenkósveit Fantasía Flamenca.
Flamenkósveit Fantasía Flamenca.
Fantasía Flamenca heldur tónleika í Hörpu á Sígildum sunnudögum á morgun kl. 16. Á þessum tónleikum flytur tónlistarhópurinn Fantasía Flamenca hefðbundna flamenkótónlist í bland við nýrri verk.

Fantasía Flamenca heldur tónleika í Hörpu á Sígildum sunnudögum á morgun kl. 16. Á þessum tónleikum flytur tónlistarhópurinn Fantasía Flamenca hefðbundna flamenkótónlist í bland við nýrri verk. Tónmál og taktur tónlistarinnar eru frábrugðin því sem við erum vön að heyra, segir í tilkynningu, og að gjarnan sé sungið um ólgandi ástir og harmþrungna þrá um betra líf.

Efnisskráin inniheldur ýmsar stíltegundir flamenkótónlistarinnar og ólík form hennar, m.a. Bulerias, Soleares, Dansa Mora og Tangos. Flutt verða verk eftir nokkra helstu meistara þessarar tónlistarhefðar. Hljómsveitina skipa gítarleikararnir Símon H. Ívarsson og Ívar Símonarson, söngkonan Ástrún Friðbjörnsdóttir, Kristberg Jóhannsson, slagverksleikari og Hrafnkell Sighvatsson bassaleikari.