The Bachelor Einn þeirra þátta sem hægt er að horfa á í Sjónvarpi Símans, nú í gegnum Apple TV. Brátt verða gömlu myndlyklarnir alveg óþarfir.
The Bachelor Einn þeirra þátta sem hægt er að horfa á í Sjónvarpi Símans, nú í gegnum Apple TV. Brátt verða gömlu myndlyklarnir alveg óþarfir.
Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það hafa margir kallað eftir þessari útgáfu svo þetta eru sannarlega ánægjuleg tímamót,“ segir Guðmundur Jóhannsson, samskiptafulltrúi hjá Símanum.

Höskuldur Daði Magnússon

hdm@mbl.is

„Það hafa margir kallað eftir þessari útgáfu svo þetta eru sannarlega ánægjuleg tímamót,“ segir Guðmundur Jóhannsson, samskiptafulltrúi hjá Símanum.

Um síðustu helgi fór í loftið ný útgáfa af appi Sjónvarps Símans fyrir Apple TV. Margir hafa furðað sig á því að hafa ekki getað horft á Sjónvarp Símans Premium í gegnum Apple TV eins og aðrar sjónvarpsþjónustur. Ekki liggja fyrir tölur um fjölda Apple TV-tækja hér á landi en þau hlaupa líklega á þúsundum.

Guðmundur segir að fyrir jólin hafi verið sett í loftið útgáfa af appinu fyrir tæki og sjónvörp sem keyri á AndroidTV-stýrikerfinu. Það taki einfaldlega tíma að þróa nýjar lausnir enda allt forritað af starfsfólki Símans.

Hann segir að brátt verði hægt að losa sig við gamla myndlykilinn ef fólk kýs. „Myndlykillinn verður áfram stofninn um sinn og allar áskriftir speglast af honum og yfir í appið. Nú er næsta mál að slíta þessa tengingu við myndlykilinn okkar þannig að hann verði ekki krafa heldur val. Það mun taka nokkra mánuði.“