Verðlaun Frá vinstri talið: Ólafur Viggósson frá Sicekick Health, Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra, Alma Möller landlæknir og Erlingur Brynjúlfsson frá Controlant.
Verðlaun Frá vinstri talið: Ólafur Viggósson frá Sicekick Health, Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra, Alma Möller landlæknir og Erlingur Brynjúlfsson frá Controlant. — Ljósmynd/Aðsend
Íslensk erfðagreining hlaut í gær UT-verðlaun Ský 2021 sem voru afhent á ráðstefnu UT-messunnar . Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, afhenti verðlaunin sem Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, tók við.

Íslensk erfðagreining hlaut í gær UT-verðlaun Ský 2021 sem voru afhent á ráðstefnu UT-messunnar . Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, afhenti verðlaunin sem Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, tók við. Valnefnd segir að framlag ÍE í heimsfaraldri Covid-19 við raðgreiningu veirusýna sé einstakt.

Slagorðið er rétt

Valnefnd segir enn fremur að slagorð ÍE sem er Þekking í allra þágu sé sannarlega rétt. Erfðagreining á orsökum margra alvarlegustu sjúkdóma mannkyns hafi opnað möguleika á að bæta líf og heilsu.

Embætti landlæknis var valið UT-Stafræna þjónustan 2020 og tók Alma Möller landlæknir við verðlaununum. Í tilkynningu segir að landlæknisembættið hafi borið hita og þunga af þeim tæknilausnum sem þróaðar hafa verið á methraða til að auðvelda upplýsingagjöf og utanumhald vegna kórónuveirufaraldursins. Megi þar nefna www.covid.is , Heilsuveru og sýnatökukerfi. Samspil þessara kerfa við Heklu heilbrigðisnet, gagnagrunna sóttvarnalæknis, smitrakningarkerfi, Sögu sjúkraskrárkerfi, Heilsugátt LSH ásamt rannsóknarstofukerfum hafi skipt sköpum varðandi utanumhald Covid á Íslandi.

Controlant var valið UT-fyrirtækið 2020 og tók Gísli Herjólfsson forstjóri fyrirtækisins á móti verðlaununum til þess. Hug- og vélbúnaður frá Controlant hefur gegnt lykilhlutverki við flutning á viðkvæmum vörum svo sem matvælum og lyfjum síðustu árin.

Þá fékk Sidekick Health verðlaun sem UT-sprotinn 2020 . Ólafur Viggósson framkvæmdastjóri tók á móti verðlaununum. Sidekick var stofnað árið 2014 og sérhæfir sig í þróun á heilbrigðislausnum og fjarheilbrigðiskerfum. sbs@mbl.is