Það er virkilega líflegur hlaðvarpsmarkaður á Íslandi og einn af þeim sem er mjög virkur í þeim bransa er Snæbjörn Ragnarsson hjá Hljóðkirkjunni.
Það er virkilega líflegur hlaðvarpsmarkaður á Íslandi og einn af þeim sem er mjög virkur í þeim bransa er Snæbjörn Ragnarsson hjá Hljóðkirkjunni. Þeir Logi Bergmann og Siggi Gunnars heyrðu í Snæbirni og ræddu við hann um hlaðvarpsmenningu landsins og hvernig það gangi að halda úti góðu hlaðvarpi og að fá laun fyrir vinnuna. Snæbjörn segir að allir og amma þeirra séu með „Podcast“ í dag en margir af þeim sem framleiði hlaðvörp séu ekki að því fyrir hinn almenna markað heldur aðeins sjálfa sig og vini sína. Hann viðurkennir að peningahliðin í hlaðvarpsheiminum sé erfið og að þeir þurfi sjálfir að sjá til þess að geta fengið laun fyrir vinnuna sína. Þá segir hann hlaðvarpsmarkaðinn í raun vera svo glænýjan að þeir hafi ekkert eldra til þess að bera sig saman við en viðurkennir að það besta fljóti alltaf á toppnum. Viðtalið við Snæbjörn má nálgast í heild sinni á K100.is.