Heimsókn Á Seyðisfirði nutu Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid leiðsagnar Ólafs Sigurðssonar, fyrrverandi bæjarstjóra, sem er kunnugur staðháttum.
Heimsókn Á Seyðisfirði nutu Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid leiðsagnar Ólafs Sigurðssonar, fyrrverandi bæjarstjóra, sem er kunnugur staðháttum. — Ljósmynd/Gunnar Gunnarsson
„Hér á Seyðisfirði skynjar maður ógnarkraft skriðanna og þá mildi að enginn fórst þegar fjallið fór af stað,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Guðni og Eliza Reid kona hans voru á Austurlandi í gær og kynntu sér aðstæður.

„Hér á Seyðisfirði skynjar maður ógnarkraft skriðanna og þá mildi að enginn fórst þegar fjallið fór af stað,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Guðni og Eliza Reid kona hans voru á Austurlandi í gær og kynntu sér aðstæður. Þau áttu samtöl við þá sem stóðu vakt í fjöldahjálparstöð á Egilsstöðum, þangað sem Seyðfirðingar komu þegar þeim var gert að yfirgefa heimabæ sinn, rétt fyrir jól. Í framhaldinu fóru Guðni og Elisa á Seyðisfjörð. Ræddu þar við heimafólk og höfðu meðal annars tal af björgunarsveitarfólki.

„Seyðfirðingar sýndu æðruleysi í þeim hörmungum sem skriðuföllin rétt fyrir jól voru. Þeir kunna líka vel að meta stuðning sem landsmenn sýndu. Seyðisfjörður var fallegur bær með hlýlegum brag og verður áfram,“ segir forseti Íslands. sbs@mbl.is