Alan Shepard varð fyrstur manna til að slá golfkúlu á tunglinu. Hann lést 21. júlí 1998, á 29 ára afmæli fyrstu tunglgöngunnar, 74 ára að aldri.
Alan Shepard varð fyrstur manna til að slá golfkúlu á tunglinu. Hann lést 21. júlí 1998, á 29 ára afmæli fyrstu tunglgöngunnar, 74 ára að aldri. — AFP
„Alan Shepard þykir heldur lítill golfleikari, og félagar hans á jörðinni hafa oft gert grín að honum fyrir hvað honum gengur illa að slá kúluna einhverja vegalengd.

„Alan Shepard þykir heldur lítill golfleikari, og félagar hans á jörðinni hafa oft gert grín að honum fyrir hvað honum gengur illa að slá kúluna einhverja vegalengd. Shepard virðist hafa undirbúið hefnd sína fyrir tunglferðina, því hann hafði með sér tvær golfkúlur þangað.“

Þessa óvenjulegu frétt var að finna á forsíðu Morgunblaðsins fyrir hálfri öld, 7. febrúar 1971. Shepard þessi var geimfari í áhöfn Apollo 14.

„Hann notaði eitt vísindatækjanna sem er ekki ósvipað golfkylfu að lögun, og barði kúlurnar af öllu því afli sem þunglamalegur tunglbúningur hans leyfði. Á tunglinu er ekkert loft til að draga úr ferðinni, og aðdráttaraflið sáralítið. Shepard æpti af fögnuði þegar kúlurnar hurfu út í buskann, og flugu margar mílur áður en þær lentu. „Mér þætti gaman að sjá ykkur leika þetta efti,“ sagði hann við félaga sína í stjórnstöðinni, og það ískraði í honum hláturinn.“

Geimgangan, sem var sú seinni í ferðinni, gekk vonum framar og vildu Shepard og félagi hans, Edgar Mitchell, helst vera þar lengur.