Píanóleikararnir Peter Máté og Aladár Racz koma fram á Tíbrár-tónleikum í Salnum í Kópavogi í kvöld, þriðjudag, og hefjast þeir kl. 19.30. Leika þeir á tvo flygla og er yfirskrift tónleikanna „Gamall og nýr heimur“.

Píanóleikararnir Peter Máté og Aladár Racz koma fram á Tíbrár-tónleikum í Salnum í Kópavogi í kvöld, þriðjudag, og hefjast þeir kl. 19.30. Leika þeir á tvo flygla og er yfirskrift tónleikanna „Gamall og nýr heimur“.

Á efnisskrá tónleikanna eru „Concerto pahtétique“ eftir Liszt, „Konzertrondo nach Themen aus dem Morgengblätterwalzer“ eftir Strauss, „Evening Music“ eftir John Speight og „La Valse“ eftir Ravel.

Vegna reglna um sóttvarnir er takmarkaður sætafjöldi í boði.