Hvítur á leik.
Hvítur á leik.
1. Rf3 d5 2. e3 Rf6 3. b3 Bg4 4. Bb2 e6 5. h3 Bh5 6. g4 Bg6 7. d3 c5 8. Bg2 Rc6 9. Rbd2 Dc7 10. a3 Bd6 11. Rh4 0-0-0 12. De2 Be5 13. 0-0-0 Bxb2+ 14. Kxb2 De5+ 15. Ka2 Rd4 16.

1. Rf3 d5 2. e3 Rf6 3. b3 Bg4 4. Bb2 e6 5. h3 Bh5 6. g4 Bg6 7. d3 c5 8. Bg2 Rc6 9. Rbd2 Dc7 10. a3 Bd6 11. Rh4 0-0-0 12. De2 Be5 13. 0-0-0 Bxb2+ 14. Kxb2 De5+ 15. Ka2 Rd4 16. Df1 Rxc2

Staðan kom upp í undankeppni Íslandsmótsins í atskák en mótið var haldið á netinu annan í jólum 2020 á skákþjóninum tornelo.com. Guðmundur Gíslason hafði hvítt gegn Jóhanni H. Ragnarssyni . 17. Rxg6! hxg6 18. Hc1! svarti riddarinn á c2 er nú fallinn. 18. ... Rxa3 19. Kxa3 Hd6 20. d4 Dg5 21. Rf3 Dh6 22. g5 og svartur gafst upp. Vignir Vatnar Stefánsson (2.314) varð hlutskarpastur á Skákþingi Reykjavíkur með átta vinninga af níu mögulegum en mótinu lauk sl. sunnudag. Stórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson (2.576) lenti í öðru sæti með 7 ½ vinning en varð eigi að síður skákmeistari Reykjavíkur þar eð Vignir býr ekki í Reykjavík.