* Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmarkvörður í handknattleik hefur nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Hauka og hættir með þeim að loknu þessu keppnistímabili.

* Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmarkvörður í handknattleik hefur nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Hauka og hættir með þeim að loknu þessu keppnistímabili. Í sameiginlegri yfirlýsingu sem birtist á heimasíðu Hauka í gærkvöld segir að Björgvin vilji vera í fullu starfi í handboltanum og hafi af þeim sökum ákveðið að leita á önnur mið.

*Enski knattspyrnudómarinn Mike Dean hefur tilkynnt lögregluyfirvöldum að honum og fjölskyldu hans hafi borist morðhótanir. Hann hefur í kjölfarið óskað eftir því að fá frí frá því að dæma í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi. Dean hefur fengið talsverða gagnrýni fyrir rauð spjöld sem hann hefur sýnt leikmönnum í tveimur síðustu leikjum.

*Karlalið Hauka í körfuknattleik hefur fengið bandarískan liðsauka. Jalen Jackson, 26 ára fjölhæfur leikmaður, er kominn til félagsins en hann hefur m.a. leikið í Rúmeníu, Finnlandi og Ísrael.

*Tvær lettneskar landsliðskonur í viðbót eru komnar til knattspyrnuliðs ÍBV. Lana Osinina og Viktorija Zaicikova eru 18 og 20 ára framherjar sem hafa leikið með meistaraliðinu Riga í heimalandi sínu. Með ÍBV leika löndur þeirra, Olga Sevcova og Eliza Spruntule , en Karlina Miksone er farin aftur til Lettlands eftir eitt ár í Eyjum.