Lettland Axel Óskar Andrésson er kominn til meistaraliðsins Riga.
Lettland Axel Óskar Andrésson er kominn til meistaraliðsins Riga. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Lettneska meistaraliðið Riga tilkynnti í gærkvöld að það hefði samið við varnarmanninn Axel Óskar Andrésson sem kemur til félagsins frá Viking í Noregi.
Lettneska meistaraliðið Riga tilkynnti í gærkvöld að það hefði samið við varnarmanninn Axel Óskar Andrésson sem kemur til félagsins frá Viking í Noregi. Axel er 23 ára, uppalinn í Aftureldingu, og kom til Viking frá Reading á Englandi árið 2018 en þar hafði hann leikið frá 16 ára aldri með vara- og unglingaliðum og verið lánaður til Bath og Torquay. Axel hefur leikið tvo A-landsleiki og 18 leiki með 21 árs landsliði Íslands. Hann verður fyrstur Íslendinga til að spila í lettnesku úrvalsdeildinni sem hefst í mars.