Cluj Rúnar Már Sigurjónsson var kynntur til leiks hjá CFR í gær.
Cluj Rúnar Már Sigurjónsson var kynntur til leiks hjá CFR í gær. — Ljósmynd/CFR Cluj
Rúnar Már Sigurjónsson landsliðsmaður í knattspyrnu skrifaði í gær undir tveggja ára samning við rúmensku meistarana CFR Cluj. Hann kemur þangað frá Astana í Kasakstan.
Rúnar Már Sigurjónsson landsliðsmaður í knattspyrnu skrifaði í gær undir tveggja ára samning við rúmensku meistarana CFR Cluj. Hann kemur þangað frá Astana í Kasakstan. Rúnar lék þar í hálft annað ár og átti eitt ár eftir af samningnum en komst að samkomulagi við Astana um riftun hans. Rúnar verður fyrstur Íslendinga til að spila með með rúmensku liði. CFR hefur orðið meistari undanfarin þrjú ár og er nú í öðru sæti deildarinnar þegar hún er ríflega hálfnuð. Nánar á mbl.is/sport/fotbolti.