Höfðatorg Vesturhluti gamla Fossbergshússins enn uppistandandi. Sjá má safnaðarhús Fíladelfíu til austurs.
Höfðatorg Vesturhluti gamla Fossbergshússins enn uppistandandi. Sjá má safnaðarhús Fíladelfíu til austurs. — Morgunblaðið/Baldur
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Bleika skrifstofuhúsið í Bríetartúni í Reykjavík var um hríð táknmynd ferðaútrásarinnar.

Bleika skrifstofuhúsið í Bríetartúni í Reykjavík var um hríð táknmynd ferðaútrásarinnar. Þar var flugfélagið WOW air með höfuðstöðvar og gekk reksturinn svo vel að stjórnendur félagsins hugðust reisa nýjar höfuðstöðvar í Kársnesi í Kópavogi og hótel þar við hlið.

Eftir mótbyr og niðurskurð fór svo að WOW air hætti starfsemi 28. mars 2019. Við tók hægur bati í ferðaþjónustunni og svo hrun út af kórónuveirufaraldrinum.

Í stað gamla kennileitisins á Höfðatorgi rís íbúðaturn með um hundrað íbúðum. Eykt mun byggja turninn en félagið hefur selt 91 af 94 íbúðum í Bríetartúni 9-11 en það eru brúnlituðu húsin á myndunum. baldura@mbl.is