Sérfræðingar í Munasafni Þjóðminjasafns Íslands, þau Ármann Guðmundsson og Hrönn Konráðsdóttir, flytja í dag hádegisfyrirlestur í fyrirlestrasal safnsins sem þau kalla „Öll vötn renna til sjávar. Móttaka gripa úr fornleifarannsóknum 2020“.
Sérfræðingar í Munasafni Þjóðminjasafns Íslands, þau Ármann Guðmundsson og Hrönn Konráðsdóttir, flytja í dag hádegisfyrirlestur í fyrirlestrasal safnsins sem þau kalla „Öll vötn renna til sjávar. Móttaka gripa úr fornleifarannsóknum 2020“. Vegna fjöldatakmarkana þurfa áhugasamir að skrá sig á vef safnsins. Fyrirlestrinum verður einnig streymt á youtube-rás þess.
Fjallað verður um innra starf safnsins og sagt frá jarðfundnum gripum sem því hafa borist og gögnum úr fornleifarannsóknum.