Luca Attanasio
Luca Attanasio — AFP
Sendiherra Ítalíu í Austur-Kongó, Luca Attanasio, beið bana í árás á bílalest Matvælahjálpar Sameinuðu þjóðanna við Goma í austurhluta Kongós í gær. Auk sendiherrans beið einnig ítalskur lögreglumaður bana í árásinni.

Sendiherra Ítalíu í Austur-Kongó, Luca Attanasio, beið bana í árás á bílalest Matvælahjálpar Sameinuðu þjóðanna við Goma í austurhluta Kongós í gær.

Auk sendiherrans beið einnig ítalskur lögreglumaður bana í árásinni. Lýsti utanríkisráðherrann Luigi Di Maio hryggð sinni og sorg vegna atviksins. Sat hann á fundi í Brussel er árásin spurðist út og sneri þegar í stað til Rómar. Hét hann því að allt yrði gert til að komast til botns í málinu.

Attanasio var 43 ára og var fulltrúi Ítalíu í Kinshasa frá 2017. Hann hóf störf í ítölsku utanríkisþjónustunni 2003 og hafði m.a. starfað í Sviss, Marokkó og Nígeríu.