Friðrik Jónsson
Friðrik Jónsson
Friðrik Jónsson, skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu og formaður Félags háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins (FHSS), býður sig fram til formennsku í Bandalagi háskólamanna (BHM).

Friðrik Jónsson, skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu og formaður Félags háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins (FHSS), býður sig fram til formennsku í Bandalagi háskólamanna (BHM). Nýr formaður bandalagsins verður kjörinn á aðalfundi BHM sem haldinn verður 27. maí, en Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður leitar ekki endurkjörs og hyggst bjóða sig fram til þings á ný.

Áður en ljóst varð að Þórunn færi ekki fram hafði Maríanna H. Helgadóttir, formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga (FÍN), boðað mótframboð líkt og 2019, en þá laut hún í lægra haldi.

Friðrik er forstöðumaður GRÓ, þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu, og situr í embættismannanefnd norðurskautsráðsins. Hann hefur mikla reynslu af alþjóðavettvangi, m.a. hjá Atlantshafsbandalaginu, Alþjóðabankanum, Alþjóðaliðinu í Afganistan (ISAF), Sameinuðu þjóðunum og sendiráðum Íslands ytra.

Friðrik er með MA-gráðu í alþjóðasamskiptum og herkænskufræðum og BA-gráðu í alþjóða- og ríkjasamskiptum, auk MBA í alþjóðaviðskiptum.

Friðrik er kvæntur Elínborgu Þóru Þorbergsdóttur og eiga þau fjögur börn.