Hrefna á Faxaflóa Veiðar hafa ekki verið stundaðar hér við land í tvö ár.
Hrefna á Faxaflóa Veiðar hafa ekki verið stundaðar hér við land í tvö ár. — Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Norsk stjórnvöld hafa heimilað veiðar á 1.278 hrefnum í ár og er það sami kvóti og síðustu ár. Í fyrra stunduðu 13 norsk skip hrefnuveiðar og komu að landi með 503 dýr, sem var aukning frá árinu áður. Síðustu þrjú ár hefur kvótinn verið sá sami, 1.

Norsk stjórnvöld hafa heimilað veiðar á 1.278 hrefnum í ár og er það sami kvóti og síðustu ár. Í fyrra stunduðu 13 norsk skip hrefnuveiðar og komu að landi með 503 dýr, sem var aukning frá árinu áður. Síðustu þrjú ár hefur kvótinn verið sá sami, 1.278 hrefnur, en aflinn öll árin verið vel innan við helmingur hans.

Fram kemur í frétt á heimasíðu Norges sildesalgslag að í norskri lögsögu séu um 100 þúsund hrefnur. Kvótinn sé ákveðinn með hliðsjón af reiknilíkani vísindanefndar Alþjóðahvalveiðiráðsins.

Haft er eftir Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra í Noregi, að hvalveiðar Norðmanna snúist um réttinn til að nýta náttúruauðlindir og veiðunum sé stjórnað á grundvelli vísindalegrar þekkingar og sjálfbærni. Að auki sé hvalkjöt hollur og góður matur og Norðmenn vilji hafa hrefnukjöt í kvöldmat. Segist Ingebrigtsen vonast til að aukin neysla á hvalkjöti haldi áfram á þessu ári.

Hrefnuveiðar hafa ekki verið stundaðar hér við land tvö síðustu ár. aij@mbl.is