Sigursæll Zlatko Saracevic var í fremstu röð í heiminum.
Sigursæll Zlatko Saracevic var í fremstu röð í heiminum.
Zlatko Saracevic, heims- og ólympíumeistari í handknattleik með landsliðum Júgóslavíu og Króatíu, lést af völdum hjartaáfalls um síðustu helgi, 59 ára að aldri.
Zlatko Saracevic, heims- og ólympíumeistari í handknattleik með landsliðum Júgóslavíu og Króatíu, lést af völdum hjartaáfalls um síðustu helgi, 59 ára að aldri. Hann var starfandi sem þjálfari besta kvennaliðs Króatíu, Podravka Koprivnica, og var að keyra markvörð liðsins heim eftir sigurleik þegar hann lést. Saracevic varð heimsmeistari með Júgóslavíu 1986 og ólympíumeistari með Króatíu 1996, og starfaði sem þjálfari eftir að hann lagði skóna á hilluna sem leikmaður 41 árs að aldri.