40 ára Sólrún er Reykvíkingur, ólst upp í Breiðholti en býr í Laugarnesinu. Hún er með B.Sc. í líffræði frá Háskóla Íslands og vinnur sem náttúrufræðingur í dýrasvifgreiningum hjá Hafrannsóknastofnun.
40 ára
Sólrún er Reykvíkingur, ólst upp í Breiðholti en býr í Laugarnesinu. Hún er með B.Sc. í líffræði frá Háskóla Íslands og vinnur sem náttúrufræðingur í dýrasvifgreiningum hjá Hafrannsóknastofnun. Sólrún er trúnaðarmaður í Félagi íslenskra náttúrufræðinga.
Maki : Reynir Jónsson, f. 1980, landfræðingur en vinnur í framleiðsludeild svefnrannsóknafyrirtækisins Nox Medica.
Börn : Lydía Líf, f. 2005, og Úlfur Freyr, f. 2010.
Foreldrar : Sigurgeir Þór Sigurðsson, f. 1946, húsgagnasmíðameistari og Sigríður Guðlaugsdóttir, f. 1945, húsmóðir. Þau eru búsett í Reykjavík.