Það er allt fullbókað frá fimmtudegi til sunnudags þessa dagana í Kraumu, náttúrulaug við Deildartunguhver í Borgarfirði.
Það er allt fullbókað frá fimmtudegi til sunnudags þessa dagana í Kraumu, náttúrulaug við Deildartunguhver í Borgarfirði. Framkvæmdastjóri laugarinnar, Jónas Friðrik Hjartarson, segir greinilegt að Íslendingar vilji „komast út að gera eitthvað“, enda sé Covid-þreytan farin að segja til sín. Krauma er kjörinn vettvangur til þess arna.