Tómas Guðni Eggertsson orgelleikari kemur fram á hádegistónleikum í Hafnarfjarðarkirkju í dag, þriðjudag, klukkan 12.15 til 12.45. Tómas Guðni, sem er organisti Seljakirkju, leikur á bæði orgel kirkjunnar á tónleikunum. Aðgangur er ókeypis en minnt á sóttvarnareglur og grímuskylda er á tónleikunum.
Á efnisskránni eru Passacaglia í d-moll eftir Buxtehude, tvö verk eftir Johann Sebastian Bach, „Jesu, meine Freude“ og „Ich ruf zu dir, Herr Jesu Christ“, og Kórall nr. 3 í a-moll eftir Franck.
Tómas Guðni er fjölmenntaður orgelleikari og kemur reglulega fram sem einleikari eða meðleikari með kórum, söngvurum og hljóðfæraleikurum úr ólíkum kimum.