Crossfitstjarnan og áhrifavaldurinn Edda Falak mætti í morgunþáttinn Ísland vaknar þar sem hún ræddi við þau Kristínu Sif, Ásgeir Pál og Jón Axel um þær gagnrýnisraddir sem fóru af stað eftir að hún birti kynþokkafulla mynd af sér á instagram.
Crossfitstjarnan og áhrifavaldurinn Edda Falak mætti í morgunþáttinn Ísland vaknar þar sem hún ræddi við þau Kristínu Sif, Ásgeir Pál og Jón Axel um þær gagnrýnisraddir sem fóru af stað eftir að hún birti kynþokkafulla mynd af sér á instagram. Í kjölfar gagnrýninnar sem Edda fékk á sig setti hún af stað byltingu á instagram þar sem hún hvatti fólk til þess að vera óhrætt við að deila myndum af sjálfu sér. Edda segist hafa fengið ógrynni af skilaboðum frá bæði konum og körlum eftir umræðuna sem hún tók á instagram. Meðal þeirrar gagnrýni sem Edda fékk á sig var að hún ætti ekki að birta svona myndir vegna þess að hún er fyrirmynd, en hún segir mikilvægt að fólk hafi frelsi til þess að vera og gera það sem það vill. Viðtalið við Eddu má nálgast í heild sinni á K100.is.