Punktalán. V-AV
Norður | |
♠1082 | |
♥G87 | |
♦ÁD104 | |
♣D53 |
Vestur | Austur |
♠DG5 | ♠7643 |
♥105432 | ♥ÁD6 |
♦82 | ♦G5 |
♣Á42 | ♣K1086 |
Suður | |
♠ÁK9 | |
♥K9 | |
♦K9763 | |
♣G97 |
Suður spilar 3G.
Flest NS-pörin létu bútinn duga – spiluðu 1G eða 3♦ – en nokkrir fastakúnnar í punktabankanum freistuðu gæfunnar í 3G. Þá opnaði suður á 15-17 punkta grandi með 14 punkta og norður hækkaði í 3G með 9 á móti. Lántakan borgaði sig, því geimið vannst eftir útspil í hjarta. Sér lesandinn hvernig?
Spilið kom upp á OCBL í síðustu viku og útspilið var almennt hjartaþristur – fjórða hæsta. Vörnin skiptist í tvö horn: ýmist tók austur á hjartaás og spilaði hjartadrottningu um hæl, eða setti hjartadrottninguna strax í byrjun. Hvorugt var ábatasamt.
Vörnin er skiljanleg, því útspilið gat hvað best verið frá kóng fimmta og þá má alls ekki stífla litinn. Svo kannski er við vestur að sakast að spila út „fjórða hæsta“ frá svo lélegum lit. Sumir nota þá reglu að spila út „öðru hæsta“ ef liturinn er veikur, sem hefði komið sér vel hér.