Boli birtist árið 1989.
Boli birtist árið 1989. — AFP
Margt er gert í óleyfi og eftir því er jafnan tekið fyrr eða síðar og skirrast margir við. Sumt er þó alvarlegra en annað.

Margt er gert í óleyfi og eftir því er jafnan tekið fyrr eða síðar og skirrast margir við. Sumt er þó alvarlegra en annað. Í síðustu viku lést á Ítalíu myndhöggvarinn Arturo Di Modica en hann fæddist á Sikiley fyrir áttatíu árum, ólst upp í fátækt en settist síðar að í Bandaríkjunum.

Þó að Arturo sé kannski ekki á allra vörum frá degi til dags, þá ættu flestir að þekkja það sköpunarverk sem færði honum heimsfrægð og vafalaust hafa margir tekið brosandi sjálfur standandi við einmitt þetta sama verk. Höggmyndina úr bronsi sem um ræðir gerði Di Modica með eigin höndum og borgaði sjálfur fyrir gerð þess, um 325 þúsund bandaríkjadali.

Eins og sagt er frá á vef bandaríska dagblaðsins New York Times um tildrög þess að bronsmyndin var gerð, þá ákvað Di Modica í kjölfar þess að markaðir á Wall Street hrundu um 20% svarta mánudaginn 19. október 1987 að gefa þjóðinni gjöf til að stappa í hana stálinu. Verkið átti að standa fyrir styrk og ákveðni bandarísku þjóðarinnar til framtíðar.

Gjöfin sem um ræðir er nautið sem stendur enn þann dag í dag, hnarreist og í vígahug, fyrir utan kauphöllina í New York.

Það sem fáir vita, eða muna eftir, er að bolanum, sem er 3,5 tonn að þyngd, var komið fyrir í óleyfi á sínum tíma en hann fékk að standa áfram vegna stuðnings almennings.

Í ViðskiptaMogganum er í dag fjallað um hingaðkomu bandarískra risafyrirtækja og þá ógn sem af þeim stafar fyrir íslenskt menningarlíf. Hefði Facebook átt að þurfa leyfi til að hefja starfsemi hér á landi?