Rauðagerði Héraðsdómur framlengdi gæsluvarðhald yfir einum.
Rauðagerði Héraðsdómur framlengdi gæsluvarðhald yfir einum. — Morgunblaðið/Íris Jóhannsdóttir
Héraðsdómur Reykjavíkur framlengdi í gær gæsluvarðhald yfir karlmanni á fimmtugsaldri til 2. mars næstkomandi vegna Rauðagerðismálsins svonefnda. Þá voru tveir menn látnir lausir en þeir voru úrskurðaðir í farbann til 9. mars næstkomandi.

Héraðsdómur Reykjavíkur framlengdi í gær gæsluvarðhald yfir karlmanni á fimmtugsaldri til 2. mars næstkomandi vegna Rauðagerðismálsins svonefnda. Þá voru tveir menn látnir lausir en þeir voru úrskurðaðir í farbann til 9. mars næstkomandi.

Í tilkynningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sagði að krafan um framlengingu gæsluvarðhaldsins og farbannið hefði verið sett fram á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Sagði lögreglan að ekki væri hægt að veita frekari upplýsingar um rannsókn málsins að svo stöddu.

Samkvæmt heimildum mbl.is var gæsluvarðhaldið framlengt yfir Íslendingi en tveir erlendir menn voru úrskurðaðir í farbann. Koma þeir frá Litháen og Spáni og voru mennirnir handteknir í sumarhúsi.