— AFP
Ríkustu þjóðir heims fordæmdu í gær yfirmenn hers Mjanmar, áður Búrma, og herforingjastjórnarinnar fyrir að svara kröfum friðsælla andstæðinga valdaráns hersins um endurreisn lýðræðis í landinu og endurkomu Aung San Suu Kyi í Yangon með vopnavaldi.

Ríkustu þjóðir heims fordæmdu í gær yfirmenn hers Mjanmar, áður Búrma, og herforingjastjórnarinnar fyrir að svara kröfum friðsælla andstæðinga valdaráns hersins um endurreisn lýðræðis í landinu og endurkomu Aung San Suu Kyi í Yangon með vopnavaldi. „Beiting skotvopna gegn óvopnuðum almenningi er óviðunandi,“ sagði í harðorðri yfirlýsingu leiðtoga G7-ríkjanna. Hafa ESB og Bandaríkin verið að herða efnahagslegar refsiaðgerðir gegn Mjanmar. Mun herinn hafa skotið minnst þrjá friðsama mótmælendur síðustu daga. Í gær settu Bandaríkin yfirmann flughers Mjanmar og samverkamenn á svartan lista sem takmarkar ferðafrelsi þeirra. Mörgum var heitt í hamsi við mótmæli í Yangon í gær.