Boðorðsbrot. S-Allir Norður &spade;104 &heart;KD653 ⋄K1043 &klubs;63 Vestur Austur &spade;KG97 &spade;D8632 &heart;92 &heart;10874 ⋄985 ⋄Á7 &klubs;K984 &klubs;D10 Suður &spade;Á5 &heart;ÁG ⋄DG62 &klubs;ÁG752 Suður spilar 3G.

Boðorðsbrot. S-Allir

Norður
104
KD653
K1043
63

Vestur Austur
KG97 D8632
92 10874
985 Á7
K984 D10

Suður
Á5
ÁG
DG62
ÁG752

Suður spilar 3G.

„Ekkert er of gott fyrir makker,“ er séríslensk útlegging á því varnarráði að ekkert skuli til sparað í þriðju hendi (third hand high). Almennt er þetta gott ráð, en ekki alltaf.

Vestur spilar út spaðasjöu (fjórða hæsta) gegn 3G, sagnhafi lætur lítið í borði og austur veður upp með drottninguna, eins og til er ætlast. Suður drepur, tekur ÁG og spilar tígli. Og viti menn – einhverra hluta vegna tekur vörnin ekki alla slagina sína á spaða og spilið vinnst.

Stífla var það heillin. Austur þarf að brjóta boðorðið um „hátt í þriðju“ og láta lítinn spaða í fyrsta slaginn – spara drottninguna sem innkomu á fimmta spaðann. Vissulega erfið vörn, en rökrétt, því út frá 11-reglunni sér austur að sagnhafi á bara eitt spil yfir sjöunni.

Það er svo annað mál að austur ræður ekkert við stöðuna ef sagnhafi stingur upp spaðatíu blinds í byrjun.