Blóðug mótmæli Herinn lét sverfa til stáls í Mjanmar um helgina.
Blóðug mótmæli Herinn lét sverfa til stáls í Mjanmar um helgina. — AFP
Minnst átján létust í átökum milli mótmælenda og lögreglu í Mjanmar í gær. Um er að ræða mannskæðasta dag mótmælanna frá upphafi, en þau hófust í kjölfar valdaráns mjanmarska hersins 1. febrúar. Mótmælendur létust í borgunum Yangon, Dawei og Mandalay.

Minnst átján létust í átökum milli mótmælenda og lögreglu í Mjanmar í gær. Um er að ræða mannskæðasta dag mótmælanna frá upphafi, en þau hófust í kjölfar valdaráns mjanmarska hersins 1. febrúar.

Mótmælendur létust í borgunum Yangon, Dawei og Mandalay. Lögregla er sögð hafa beitt skotvopnum, táragasi og gúmmíkúlum gegn mótmælendum. Mótmælin hafa að stærstum hluta til verið friðsöm þangað til á laugardag þegar lögregla tók að beita auknu valdi. Á meðal þeirra sem hafa verið handteknir er leiðtogi stjórnarinnar sem var hrakin frá völdum, Aung San Suu Kyi.

Myndbrotum af mótmælunum í gær var deilt víða á samfélagsmiðlum og sýndu þau mótmælendur flýja lögreglu sem eltir marga hverja uppi, uppsetningu heimatilbúinna vegtálma og blóðuga mótmælendur leita sér læknisaðstoðar. Til viðbótar við þá sem látnir eru, eru tugir slasaðir eftir harkaleg átök. Skotvopnum var beitt í fjölda tilfella, samkvæmt BBC.