Stigahæstur Brandon Nazione var stigahæstur hjá KR með 21 stig.
Stigahæstur Brandon Nazione var stigahæstur hjá KR með 21 stig. — Morgunblaðið/Íris Jóhannsdóttir
KR fór upp í þriðja sæti Dominos-deildar karla í körfubolta með 91:84-útisigri á ÍR í gærkvöldi. KR var með 70:68-forskot fyrir fjórða og síðasta leikhlutann og landaði að lokum sigri með góðum endaspretti.

KR fór upp í þriðja sæti Dominos-deildar karla í körfubolta með 91:84-útisigri á ÍR í gærkvöldi. KR var með 70:68-forskot fyrir fjórða og síðasta leikhlutann og landaði að lokum sigri með góðum endaspretti.

Brandon Nazione skoraði 21 stig fyrir ÍR og þeir Tyler Sabin og Matthías Orri Sigurðarson gerðu 19 hvor. Þá gaf Matthías einnig 9 stoðsendingar gegn sínum gömlu félögum. Everage Richardson og Zvonko Buljan gerðu 21 stig hvor fyrir ÍR.

Ár hvert verða KR-ingar sterkari eftir því sem dagarnir lengjast og eru ríkjandi Íslandsmeistarnir búnir að vinna þrjá leiki í röð og sjö af síðustu níu. Liðið er nú í þriðja sæti með 14 stig og það skal enginn afskrifa KR, þrátt fyrir að þjálfarinn Darri Freyr Atlason sé að stíga sín fyrstu skref í þjálfun í efstu deild karla og liðið hafi séð eftir nokkrum burðarásum síðustu ára til Vals.

Mikið hefur verið lagt í ÍR-liðið í ár og þrjú töp í röð og fimm töp í síðustu sjö leikjum hljóta að teljast vonbrigði þar á bæ. Byrjunarlið ÍR-inga er nánast eingöngu skipað atvinnumönnum og ætti liðið að vera að berjast ofarlega í töflunni. Þess í stað er það í sjöunda sæti og í baráttu um að ná inn í úrslitakeppnina.

Everage Richardson skoraði 21 stig, eins og Zvonko Buljan . Þá spilaði Evan Singletary ágætlega. Það virðist hins vegar vanta leiðtoga í ÍR-liðið, einhvern sem drífur liðið áfram. Matthías Orri, sem nú leikur með KR, var magnaður í því hlutverki hjá ÍR áður en hann skipti yfir.