Fullt hús Anna Ingunn Svansdóttir skoraði 16 stig fyrir Keflavík í gær.
Fullt hús Anna Ingunn Svansdóttir skoraði 16 stig fyrir Keflavík í gær. — Morgunblaðið/Eggert
Keflavík er áfram með fullt hús stiga í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik eftir 71:67-sigur á Skallagrími í Borgarnesi í gær. Keflavík er nú búin að vinna alla níu leiki sína.

Keflavík er áfram með fullt hús stiga í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik eftir 71:67-sigur á Skallagrími í Borgarnesi í gær. Keflavík er nú búin að vinna alla níu leiki sína. Bikarmeistarar Skallagríms gáfu toppliðinu hörkuleik því staðan fyrir síðasta leikhlutann var 52:44, Skallagrími í vil.

Staðan var jöfn, 67:67, þegar um 20 sekúndur voru eftir en þá skoraði Emelía Ósk Gunnarsdóttir þriggja stiga körfu. Daniela Wallen var stigahæst Keflvíkinga með 24 stig og þá tók hún 21 frákast. Keira Robinson skoraði 21 stig fyrir Skallagrím sem er með fimm sigra og sex töp í níu fyrstu leikjunum.

Valur vann gífurlega sannfærandi 73:46-sigur á KR á laugardag. Valskonur unnu fyrsta leikhlutann 17:8 og var staðan í hálfleik 39:22 og úrslitin í raun ráðin. Kiana Johnson skoraði 17 stig fyrir Val og Ásta Júlía Grímsdóttir skoraði 16. Valur er með 18 stig, eins og Keflavík, en Valsliðið hefur spilað tveimur leikjum meira og einmitt tapað tveimur leikjum.