Þeir sem búa á suðvesturhorni landsins hafa fengið að hristast nokkuð reglulega síðustu daga og þykir ýmsum nóg um. Þó hefur sem betur fer ekki orðið mikið tjón eða slys, en skjálftarnir eru áminning um hvar við búum; í landi íss og elda, sem er í stöðugri mótun. Við skipulagningu byggðar og annarra mannvirkja er nauðsynlegt að taka tillit til náttúruaflanna sem geta í senn verið óblíð og ófyrirsjáanleg. Snjóflóð sem haft hafa skelfilegar afleiðingar eru til marks um þetta en einnig eldgos þó að þau hafi sem betur fer ekki verið jafn mannskæð, í það minnsta á nýliðnum öldum.

Þeir sem búa á suðvesturhorni landsins hafa fengið að hristast nokkuð reglulega síðustu daga og þykir ýmsum nóg um. Þó hefur sem betur fer ekki orðið mikið tjón eða slys, en skjálftarnir eru áminning um hvar við búum; í landi íss og elda, sem er í stöðugri mótun. Við skipulagningu byggðar og annarra mannvirkja er nauðsynlegt að taka tillit til náttúruaflanna sem geta í senn verið óblíð og ófyrirsjáanleg. Snjóflóð sem haft hafa skelfilegar afleiðingar eru til marks um þetta en einnig eldgos þó að þau hafi sem betur fer ekki verið jafn mannskæð, í það minnsta á nýliðnum öldum.

Því er ekki spáð sem stendur að eldsumbrot muni fylgja skjálftahrinunni sem nú gengur yfir. Um þetta veit þó auðvitað enginn og vísindamenn hafa birt kort sem sýnir hvar líklegast er að hraun myndi renna á Reykjanesskaga þegar þar gýs næst.

Sem betur fer gefur þetta vísbendingu um að byggð sé ekki í bráðri hættu, þó að vitaskuld verði að gæta allrar varúðar. Athygli vekur hins vegar að hraun myndi líklega renna býsna nærri því svæði í Hvassahrauni þar sem rætt hefur verið um að byggja upp nýjan flugvöll.

Þær hugmyndir hafa aldrei verið raunsæjar en með hliðsjón af líklegu hraunrennsli hljóta þær að vera endanlega komnar út af borðinu. Það dettur varla nokkrum manni í hug að byggja upp nýjan flugvöll fyrir hundruð milljarða þegar slík hætta er yfirvofandi.