Spretthörð Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir einbeitt fyrir hlaupið í gær.
Spretthörð Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir einbeitt fyrir hlaupið í gær. — Morgunblaðið/Íris Jóhannsdóttir
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, besti spretthlaupari Íslands, var hálfri sekúndu frá Íslandsmeti Silju Úlfarsdóttur í 200 metra hlaupi innanhúss er hún hljóp á 24,29 sekúndum og bar sigur úr býtum í greininni á Meistaramóti Íslands 15-22 ára í gær á nýju...

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, besti spretthlaupari Íslands, var hálfri sekúndu frá Íslandsmeti Silju Úlfarsdóttur í 200 metra hlaupi innanhúss er hún hljóp á 24,29 sekúndum og bar sigur úr býtum í greininni á Meistaramóti Íslands 15-22 ára í gær á nýju mótsmeti. Besti tími Guðbjargar er 23,98 sekúndur. Hún hljóp á 24,42 sekúndum á Reykjavíkurleikunum í byrjun febrúar og færist hún því nær sínum besta tíma eftir langt hlé á keppni vegna kórónuveirunnar. Guðbjörg á Íslandsmetið í 100 og 200 metra hlaupum utanhúss og 60 metra hlaupi innanhúss.

Þórdís Eva Steinsdóttir varð önnur í hlaupinu á 24,85 sekúndum.

Júlía Kristín Jóhannesdóttir setti nýtt mótsmet í flokki 16-17 ára er hún hljóp 60 metra grindahlaup á 8,70 sekúndum. Birna Kristín Kristjánsdóttir setti mótsmet í sömu grein í flokki 18-19 ára er hún hljóp á 8,76 sekúndum. Þá setti Birna Kristín Kristjánsdóttir nýtt mótsmet í 18-19 ára flokki í langstökki er hún stökk 6,08 metra.