— Morgunblaðið/Eggert
Í dag, laugardaginn 20. mars klukkan 9.37, verða vorjafndægur á norðurhveli jarðar en haustjafndægur á suðurhvelinu. Á norðurhvelinu hefst vor en haust á suðurhvelinu þegar sólin færist norður yfir miðbaug himins.

Í dag, laugardaginn 20. mars klukkan 9.37, verða vorjafndægur á norðurhveli jarðar en haustjafndægur á suðurhvelinu. Á norðurhvelinu hefst vor en haust á suðurhvelinu þegar sólin færist norður yfir miðbaug himins.

Þetta þykir Íslendingum ætíð merkur viðburður, sem boðar að sumarið er handan við hornið. „Á vorjafndægrum eru dagur og nótt ekki alveg jafnlöng. Við njótum örlítið meiri dagsbirtu en myrkurs, mörgum sennilega til mikillar ánægju,“ segir á Stjörnufræðivefnum. sisi@mbl.is