— AFP
Ráðherra menningarmála í Frakklandi, Roselyne Bachelot, stendur hér við rómað málverk austurríska málarans Gustavs Klimt, „Rósarunnar undir trjánum“, frá 1905.

Ráðherra menningarmála í Frakklandi, Roselyne Bachelot, stendur hér við rómað málverk austurríska málarans Gustavs Klimt, „Rósarunnar undir trjánum“, frá 1905. Bachelot greindi frá því að frönsk stjórnvöld hefðu ákveðið að skila verkinu til ættingja fyrrverandi eiganda, Noru Stiasny, sem var neydd til að selja verkið stuðningsmanni nasista árið 1938 fyrir brot af raunverulegu verðmæti. Stiasny var síðar myrt í útrýmingarbúðum ásamt eiginmanni sínum og syni.

Franska ríkið keypti málverkið í góðri trú árið 1980, sérstaklega fyrir Orsay-safnið í París, en þá lágu ekki fyrir neinar upplýsingar um vafasama eigendasöguna. Þetta er eina verkið eftir Klimt sem hefur verið í eigu fransks ríkislistasafns. Bachelot sagði að það væri erfitt fyrir Frakka að skilja við málverkið, sem hún sagði ótvírætt meistaraverk, en það væri nauðsynlegt. Lögmaður ættingja Stiasny, sem höfðu krafist þess að fá málverkið aftur, segir þá vera afar þakkláta frönskum stjórnvöldum. Þar sem verkið er enn eign franska ríkisins þarf franska þingið að samþykkja að skila því.