Samsýning Listakonur eldhressar fyrir utan Lýðræðisbúlluna á Bergstaðastræti.
Samsýning Listakonur eldhressar fyrir utan Lýðræðisbúlluna á Bergstaðastræti.
Óþekktarormar/Rascals nefnist samsýning sem opnuð verður í Lýðræðisbúllunni í dag kl. 17 en búllan er að Bergstaðastræti 25b í Reykjavík.
Óþekktarormar/Rascals nefnist samsýning sem opnuð verður í Lýðræðisbúllunni í dag kl. 17 en búllan er að Bergstaðastræti 25b í Reykjavík. Þar sýna málverk og „meððí“ þær Rakel Andrésdóttir, Silfrún Una Guðlaugsdóttir, Sólbjört Vera Ómarsdóttir og Tara Njála Ingvarsdóttir en þær vinkonur útskrifuðust saman úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands í fyrra. Í verkum sínum eiga þær það sameiginlegt að vinna með skírskotun í æskuna, húmoríska leikgleði og hversdagslegar tilfinningar, segir í tilkynningu en allar hafa þær unnið að nýjum verkum og þá sérstaklega fyrir sýninguna sem verður opin til 18. apríl fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14 til 18.

Þetta er í fyrsta skipti eftir útskrift sem þær sýna verk sín saman en þær hafa allar unnið sjálfstætt sem myndlistarmenn frá útskrift. Lýðræðisbúllan er rekin af Helgu Völundardóttur og Sólbjörtu Veru Ómarsdóttur.