Karfa Calvin Burks jr. skorar tvö af fimmtán stigum sínum fyrir Keflavík.
Karfa Calvin Burks jr. skorar tvö af fimmtán stigum sínum fyrir Keflavík. — mbl.is/Skúli B. Sig
Hörður Axel Vilhjálmsson fór mikinn fyrir Keflavík þegar liðið vann stórsigur gegn nágrönnum sínum í Njarðvík í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Dominos-deildinni, í Blue-höllinni í Keflavík í gær.

Hörður Axel Vilhjálmsson fór mikinn fyrir Keflavík þegar liðið vann stórsigur gegn nágrönnum sínum í Njarðvík í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Dominos-deildinni, í Blue-höllinni í Keflavík í gær.

Hörður Axel skoraði 22 stig og gaf tíu stoðsendingar en leiknum lauk með 89:57-sigri Keflvíkinga.

Keflvíkingar tóku frumkvæðið strax í fyrsta leikhluta, skoruðu 23 stig gegn 15 stigum Njarðvíkinga, og var staðan 45:36, Keflavík í vil, í hálfleik.

Njarðvíkingar mættu ekki til leiks í þriðja leikhluta, skoruðu 8 stig gegn 28 stigum Keflavíkinga og eftirleikurinn var auðveldur fyrir toppliðið.

Dominykas Milka skoraði 19 stig fyrir Keflavík og tók tólf fráköst en Antonio Hester var langbesti leikmaður Njarðvíkur í leiknum með 20 stig og fimmtán fráköst.

*Þá vann Þór frá Akureyri sinn fjórða sigur í röð í deildinni þegar liðið tók á móti ÍR í Höllinni á Akureyri, 107:84.

Dedrick Basile og Srdan Stojanovic fóru á kostum í liði Þórsara og skoruðu 34 stig hvor, tæplega 65% stiga Þórsara í leiknum.

Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta en Þórsarar leiddu með sextán stigum í hálfleik, 58:42. Þórsarar náðu 25 stiga forskoti í þriðja leikhluta, 73:48, og létu forystuna aldrei af hendi eftir það.

Zvonko Buljan var stigahæstur í liði ÍR-inga með 20 stig og Danero Thomas skoraði 18 stig. Sigurganga Þórsara virðist engan endi ætla að taka en liðið fór upp í sjötta sæti deildarinnar með sigri gærdagsins.