Aldavinir Sigurður, Magnea, Hildigunnur og Guðrún leika verk frá barokktímanum.
Aldavinir Sigurður, Magnea, Hildigunnur og Guðrún leika verk frá barokktímanum.
Tónleikar undir yfirskriftinni Ilmur af rósum við lækjarnið verða haldnir í dag á vegum 15:15 tónleikasyrpunnar í Breiðholtskirkju og vísar heiti hennar til þess hvenær tónleikarnir hefjast.

Tónleikar undir yfirskriftinni Ilmur af rósum við lækjarnið verða haldnir í dag á vegum 15:15 tónleikasyrpunnar í Breiðholtskirkju og vísar heiti hennar til þess hvenær tónleikarnir hefjast.

Á tónleikunum koma saman Aldavinir, þau Magnea Árnadóttir flautuleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleikari, Sigurður Halldórsson sellóleikari og Guðrún Óskarsdóttir semballeikari sem leitast við að leika á sagnréttan máta á upprunahljóðfæri, eins og segir í tilkynningu. Leikin verða verk frá barokktímanum eftir þýsku meistarana Johann Sebastian Bach, Johann Rosenmüller og G. Ph. Telemann, bæði tríósónötur og einleiksþættir. Tónleikarnir eru haldnir í tilefni af því að um þessar mundir eru 400 ár frá fæðingu J. Rosenmuller, 340 ár frá fæðingu Telemanns og um helgina verður haldinn hátíðlegur evrópski Early Music-dagurinn á afmælisdegi J.S. Bach.

15:15 tónleikasyrpan er vettvangur grasrótar í tónlist þar sem áhersla er lögð á nýsköpun og tilraunastarfsemi og tónlistarmenn geta flutt og kynnt þá tónlist sem þeim er hugleikin hverju sinni, segir í tilkynningu.