Frumkvöðlasetur F.v. Guðmundur Sigurbergsson, forstöðumaður SKÓP, Helga Hauksdóttir, formaður stjórnar Markaðsstofu Kópavogs, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir nýsköpunarráðherra og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri.
Frumkvöðlasetur F.v. Guðmundur Sigurbergsson, forstöðumaður SKÓP, Helga Hauksdóttir, formaður stjórnar Markaðsstofu Kópavogs, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir nýsköpunarráðherra og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri.
Atvinnu- og nýsköpunarsetrið Skóp, sem er fyrir frumkvöðla í Kópavogi, var opnað formlega í gær. Frumkvæði að verkefninu hafði Markaðsstofa Kópavogs sem nýtur til þessa dyggs stuðnings frá Kópavogsbæ og ýmsum fyrirtækjum í bæjarfélaginu.

Atvinnu- og nýsköpunarsetrið Skóp, sem er fyrir frumkvöðla í Kópavogi, var opnað formlega í gær. Frumkvæði að verkefninu hafði Markaðsstofa Kópavogs sem nýtur til þessa dyggs stuðnings frá Kópavogsbæ og ýmsum fyrirtækjum í bæjarfélaginu.

Markmiðið með starfsemi Skóp er að efla enn frekar fjölbreytt atvinnulíf í bænum með því að efla alla vaxtarsprota. Hugmyndin er að veita Kópavogsbúum aðstoð við að fullmóta viðskiptahugmyndir sínar og verður sérstaklega horft til fólks í atvinnuleit og þeirra sem vilja skapa sér sín eigin tækifæri. Helstu skilyrði fyrir þáttöku eru að viðkomandi sé lögráða og eigi lögheimili í Kópavogi

Í Skóp, sem er að Hlíðarsmára 9, verður rýnt í viðskiptahugmyndir með fólki, greindir þeir þættir sem skipta mestu máli til að hrinda henni í framkvæmd, svo sem með heildstæðri viðskiptaáætlun. Reiknað er með að ferlið frá hugmynd að viðskiptaáætlun geti tekið þrjá til sex mánuði. sbs@mbl.is