Fjölmiðlar Stórleikarar á sviði stjórnmálanna
Fjölmiðlar Stórleikarar á sviði stjórnmálanna — Morgunblaðið/Eggert
Athygli í fjölmiðlum er meint auðlind sem stjórnmálamenn sækjast eftir. Aðgangur að ræðustól, víðlesnum fjölmiðlum, sviðsljós á mannamótum og fleira slíkt þykir mikilvægt í pólitík. Vissulega getur þetta komið sér vel, en er ekki algilt.

Athygli í fjölmiðlum er meint auðlind sem stjórnmálamenn sækjast eftir. Aðgangur að ræðustól, víðlesnum fjölmiðlum, sviðsljós á mannamótum og fleira slíkt þykir mikilvægt í pólitík. Vissulega getur þetta komið sér vel, en er ekki algilt.

Í vikunni var á Alþingi birt svar við fyrirspurn Ingu Sæland alþingismanns, þar sem sundurliðað er hve oft fulltrúar á löggjafarsamkomunni hafa verið teknir tali í fréttum og þáttum RÚV síðustu ár. Þar kemur fram að frá og með 2018 hefur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra verið 965 sinnum á öldum ljósvaka RÚV, Bjarni Benediktsson í 564 skipti og lestina rekur Sigurður Páll Jónsson úr Miðflokknum í átta viðtölum á tímabilinu.

Hve oft stjórnmálamenn komast í umfjöllun skiptir ekki öllu. Tölfræði um slíkt er hallærislegur sparðatíningur. Mikilvægast er að þau sem gefa kost á sér til starfa í þágu fjöldans liggi eitthvað á hjarta. Mæli skýrt og skorinort og hafi hugmyndir og lausnir á málum líðandi stundar. Þegar talað er frá hjartanu skilar slíkt sér til þeirra sem heyra og horfa. Sterkt myndmál grípur sjónvarpsáhorfendur og við leggjum ósjálfrátt við hlustir þegar í útvarpi er fólk sem mælir af ákefð og þekkingu. Allt þokkalega skynsamt fólk getur greint á milli hvenær innistæða er fyrir orðum eða hvort þau eru froðan ein. Sé hið síðastnefnda raunin, er engum gerður greiði með umfjöllun.

Sigurður Bogi Sævarsson

Höf.: Sigurður Bogi Sævarsson