Kevin De Bruyne skorar enn eitt markið fyrir City, gegn Southampton á dögunum.
Kevin De Bruyne skorar enn eitt markið fyrir City, gegn Southampton á dögunum. — AFP
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Oft er rætt um að vinna dolluna en Man. City getur gert gott betur, unnið fernuna.

Hinir heiðbláu lærisveinar Peps Guardiolas hjá Manchester City hafa farið með himinskautum á yfirstandandi sparktíð og eiga enn þá möguleika á því ótrúlega afreki að vinna fernuna. Liðið er svo gott sem búið að tryggja sér enska meistaratitilinn, á fyrir höndum úrslitaleik í enska deildabikarnum gegn Tottenham Hotspur 25. apríl og er komið í átta liða úrslit í Meistaradeild Evrópu, þar sem það mætir Borussia Dortmund. Þá er ótalið elsta sparkmót í heimi, enski bikarinn, en City glímir þar við Everton í átta liða úrslitum um helgina.

Hér þarf vitaskuld allt að ganga upp en skili City sér fyrst í mark á öllum mótum yrði það einstakt afrek hjá ensku félagi. Nágrannar City í Manchester United unnu sem kunnugt er þrennuna, deild, bikar og Meistaradeild Evrópu, undir stjórn Sir Alex Fergusons árið 1999. Þeir sem muna hvaða lið vann deildabikarinn það ár mega klappa sér roggnir á bakið.