Rökrætt Ein af myndum Jónu Þorvaldsdóttur af nunnum á sýningunni.
Rökrætt Ein af myndum Jónu Þorvaldsdóttur af nunnum á sýningunni.
Ljósmyndasýningin Rökræður , með svarthvítum filmuljósmyndum Jónu Þorvaldsdóttur úr búddísku nunnuklaustri á Indlandi, verður opnuð kl. 17 í dag, laugardag, í sýningarsalnum Ramskram á Njálsgötu 49. Elfa Ýr Gylfadóttir vann textaskýringar við myndirnar.

Ljósmyndasýningin Rökræður , með svarthvítum filmuljósmyndum Jónu Þorvaldsdóttur úr búddísku nunnuklaustri á Indlandi, verður opnuð kl. 17 í dag, laugardag, í sýningarsalnum Ramskram á Njálsgötu 49. Elfa Ýr Gylfadóttir vann textaskýringar við myndirnar.

Árið 2012 fékk Jóna tækifæri til þess að fylgjast með og ljósmynda búddanunnur í klaustri í Himalayafjöllum. Þar voru nunnurnar til að taka þátt í árlegum rökræðum sem eru mikilvægur þáttur í menntun þeirra. Allflestar höfðu flúið frá Tíbet í von um tækifæri til að mennta sig, viðhalda tungumáli sínu og menningu og iðka búddisma.

Sá kraftur, áræðni og gleði sem ríkti hjá nunnunum í klaustrinu heillaði Jónu. Þær unnu saman ýmist í hópum eða tvær og tvær saman og rökræddu af miklum eldmóði.

Myndirnar á sýningu Jónu varpa ljóðrænni sýn á búddískar rökræður ungra nunna sem nota aldagamla aðferð til að þjálfa hugann og læra að hafa stjórn á tilfinningum sínum, með árangursríkri aðferð sem er lítt þekkt á Vesturlöndum.