Skref Marinó Örn, forstjóri Kviku, segir kaupin á Aur efla samkeppnisstöðu bankans á fjármálamarkaði.
Skref Marinó Örn, forstjóri Kviku, segir kaupin á Aur efla samkeppnisstöðu bankans á fjármálamarkaði.
Kvika banki hf. hefur fest kaup á 100% hlutafjár í Aur app ehf. Hluthafar Aur app hf. voru fyrir kaupin Nova hf.

Kvika banki hf. hefur fest kaup á 100% hlutafjár í Aur app ehf. Hluthafar Aur app hf. voru fyrir kaupin Nova hf. sem fór með 50,8% hlut, Solidus, sérhæfður fjárfestingarsjóður sem var í eigu Gamma sem átti 19,3%, en Kvika banki keypti Gamma árið 2019, SaltPay IIB hf. sem fór með 18,4% hlut, Kind Sheep ehf. sem átti 10,5%, en eigendur þess eru Vernharður Reynir Sigurðsson, Halldór Friðrik Þorsteinsson, Helgi Pjetur Jóhannsson og Sverrir Hreiðarsson, framkvæmdastjóri Aur app, sem átti 1%.

Aur var stofnað árið 2015 af Nova og var frá upphafi hugsað sem einföld og fljótleg leið til að millifæra peninga. Hefur fyrirtækið á skömmum tíma byggt upp stóran hóp viðskiptavina en í lok febrúar voru virkir notendur Aur appsins um 90 þúsund talsins.

Í tilkynningu frá Kviku segir að kaupin séu liður í þeirri vegferð bankans að nýta tæknilausnir til þess að nútímavæða fjármálaþjónustu hér á landi. Þannig er gert ráð fyrir að Aur, ásamt Netgíró og fjártækniþjónustunni Auði, muni gegna lykilhlutverki í stafrænni fjármálaþjónustu bankans í framtíðinni.