Teiknarar Rán, Birta, Sólrún, Áslaug og Freydís með tilnefningarskjöl fyrir best myndlýstu bækurnar. Tilnefningarnar voru kynntar í vikunni.
Teiknarar Rán, Birta, Sólrún, Áslaug og Freydís með tilnefningarskjöl fyrir best myndlýstu bækurnar. Tilnefningarnar voru kynntar í vikunni.
Fimmtán bækur eru tilnefndar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar í ár fyrir bækur sem komu út í fyrra og verða verðlaunin veitt í þremur flokkum: flokki frumsaminna barna- og ungmennabóka, flokki þýddra barna- og ungmennabóka og flokki myndlýsinga...

Fimmtán bækur eru tilnefndar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar í ár fyrir bækur sem komu út í fyrra og verða verðlaunin veitt í þremur flokkum: flokki frumsaminna barna- og ungmennabóka, flokki þýddra barna- og ungmennabóka og flokki myndlýsinga í barna- og ungmennabók. Ein bók í hverjum flokki hlýtur verðlaunin sem borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, mun afhenda síðasta vetrardag í Höfða. Eftirtaldar bækur eru tilnefndar til verðlaunanna:

Frumsamdar bækur á íslensku

Blokkin á heimsenda eftir Arndísi Þórarinsdóttur og Huldu Sigrúnu Bjarnadóttur.

Dularfulla styttan og drengurinn sem hvarf eftir Snæbjörn Arngrímsson.

Herra Bóbó, Amelía og ættbrókin eftir Yrsu Sigurðardóttur.

Skógurinn eftir Hildi Knútsdóttur.

Vampírur, vesen og annað tilfallandi eftir Rut Guðnadóttur.

Myndlýstar bækur

Hestar eftir Rán Flygenring og Hjörleifur Hjartarson.

Hvíti björn og litli maur eftir Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur og José Federico Barcelona.

Nóra eftir Birtu Þrastardóttur.

Sjáðu! eftir Áslaugu Jónsdóttur.

Sundkýrin Sæunn eftir Freydísi Kristjánsdóttur og Eyþór Jóvinsson.

Þýddar bækur

Danskvæði um söngfugla og slöngur eftir Suzanne Collins. Magnea J. Matthíasdóttir þýddi.

Múmínálfarnir Seint í nóvember eftir Tove Jansson. Þórdís Gísladóttir þýddi.

Ókindin og Bethany e. Jack Meggitt-Phillips. Guðni Kolbeinsson þýddi.

Ótrúleg ævintýri Brjálinu Hansen 3 eftir Finn-Ole Heinrich og Rán Flygenring. Jón St. Kristjánsson þýddi. Angústúra gaf út.

Villnorn 4 og 5 Blóðkindin og Fjandablóð eftir Lene Kaaberbøl. Þýðandi Jón St. Kristjánsson.

Elstu barnabókaverðlaunin

Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar eiga sér lengsta sögu barnabókaverðlauna á landinu og er helsta markmið þeirra að vekja athygli á því sem vel er gert í bókaútgáfu fyrir unga lesendur svo og að hvetja þá til bóklesturs, segir í tilkynningu.

Dómnefnd verðlaunanna er skipuð Tinnu Ásgeirsdóttur formanni, Ásmundi Kristberg Örnólfssyni, Guðrúnu Láru Pétursdóttur, Karli Jóhanni Jónssyni og Valgerði Sigurðardóttur.