Ragnar Bjarnason og Svavar Gests eins og þeir birtust lesendum Morgunblaðsins fyrir réttum sextíu árum.
Ragnar Bjarnason og Svavar Gests eins og þeir birtust lesendum Morgunblaðsins fyrir réttum sextíu árum.
„Ragnar er þarna að syngja lagið „Litli vin“, en fær ekki að vera í friði því að ég geri mitt bezta til þess að snúa út úr fyrir honum.

„Ragnar er þarna að syngja lagið „Litli vin“, en fær ekki að vera í friði því að ég geri mitt bezta til þess að snúa út úr fyrir honum.“

Þannig lýsti Svavar Gests meðfylgjandi mynd sem birtist í Morgunblaðinu á þessum degi árið 1961. Tilefnið var tónleikar sem hljómsveit Svavars Gests stóð fyrir í Austurbæjarbíói og téður Ragnar var vitaskuld Bjarnason.

„Við leikum vinsælustu dægurlögin frá því í vetur bæði innlend og erlend og til þess að gera það fjölbreytt komum við fram í ýmsum gervum. T.d. leikum við eitt þeirra laga er Los Paraguios kynntu er þeir voru hér á ferð. Komum við þá fram í líkum búningum og þeir klæddust og flytjum lagið í sama búningi, en gerum svolítið grín að þeim um leið. Einnig koma þau þarna Nína og Friðrik og syngja fyrir áheyrendur. Þ.e.a.s. Ragnar og Reynir með aðstoð hljómplötu. Svo verður skemmtiþáttur, en þar gera þrír meðlimir úr hljómsveitinni grín að mér í þættinum „Gettu betur“,“ sagði Svavar.