Fjárfestingarfélagið Snæból, sem er í eigu hjónanna Finns Reyrs Stefánssonar og Steinunnar Jónsdóttur, hagnaðist um 4,45 milljarða króna í fyrra. Jókst hagnaðurinn um ríflega þrjá milljarða frá árinu 2019.

Fjárfestingarfélagið Snæból, sem er í eigu hjónanna Finns Reyrs Stefánssonar og Steinunnar Jónsdóttur, hagnaðist um 4,45 milljarða króna í fyrra. Jókst hagnaðurinn um ríflega þrjá milljarða frá árinu 2019. Eigið fé félagsins var 15,9 milljarðar í árslok 2020 og víkjandi lán stóð í tæpum 1,2 milljörðum króna. Skuldir félagsins námu 63,7 milljónum króna.

Vaxtatekjur félagsins námu 369,5 milljónum, arður af fjárfestingareignum 44,5 milljónum, afkoma fjárfestingareigna var jákvæð um 2,1 milljarð og afkoma dóttur- og hlutdeildarfélaga 2,1 milljarð. Gengismunur skilaði 9,8 milljónum í tekjufærslu. Rekstrargjöld voru 110,9 milljónir. Rekstrarkostnaður, afskriftir og laun námu 110,9 milljónum.