Að ráðgast þýðir að bera e-ð undir e-n, leita ráða hjá e-m – og maður ráðgast við þann hinn sama. Að ráðskast er annað mál: að beita ráðríki . Ef maður væri alvitur væri afsakanlegt að sóa ekki tíma í að ráðgast við aðra.
ráðgast þýðir að bera e-ð undir e-n, leita ráða hjá e-m – og maður ráðgast við þann hinn sama. Að ráðskast er annað mál: að beita ráðríki . Ef maður væri alvitur væri afsakanlegt að sóa ekki tíma í að ráðgast við aðra. Þá væri líka langbest að maður ráðskaðist með þá. En að „ráðgast með“ e-n er óráð.