Meistarar Orri Blöndal, fyrirliði SA, hefur bikarinn á loft á Akureyri.
Meistarar Orri Blöndal, fyrirliði SA, hefur bikarinn á loft á Akureyri. — Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Skautafélag Akureyrar, SA, er deildarmeistari karla 2021 í íshokkí en liðið vann 8:3-stórsigur gegn SR í Skautahöllinni á Akureyri í gær, Jóhann Leifsson skoraði tvívegis fyrir SA í leiknum og þá skoruðu þeir Unnar Rúnarsson, Baltasar Hjálmarsson, Orri...
Skautafélag Akureyrar, SA, er deildarmeistari karla 2021 í íshokkí en liðið vann 8:3-stórsigur gegn SR í Skautahöllinni á Akureyri í gær, Jóhann Leifsson skoraði tvívegis fyrir SA í leiknum og þá skoruðu þeir Unnar Rúnarsson, Baltasar Hjálmarsson, Orri Blöndal, Halldór Skúlason, Heiðar Jóhannsson og Róbert Hafberg sitt markið hver fyrir SA. Kári Guðlaugsson, Steinar Veigarsson og Kári Arnarsson skoruðu mörk SR en SA hefur unnið átta af níu leikjum sínum í Hertz-deildinni í vetur og er nú komið með heimaleikjarétt í úrslitunum.