Skagfirskir bændur, sem gert var að skera fé sitt vegna riðu sem kom upp á svæðinu, hafa ekki fengið lögbundnar bætur frá ríkinu. Samkvæmt upplýsingum frá landbúnaðarráðuneytinu eru viðræður við bændur langt komnar.

Skagfirskir bændur, sem gert var að skera fé sitt vegna riðu sem kom upp á svæðinu, hafa ekki fengið lögbundnar bætur frá ríkinu. Samkvæmt upplýsingum frá landbúnaðarráðuneytinu eru viðræður við bændur langt komnar.

Atvinnuvegaráðuneytið og Matvælastofnun hafa undanfarið unnið að úrlausn þessara mála í samráði við bændur, meðal annars kallað eftir athugasemdum og ábendingum varðandi drög að samningum. Í skriflegu svari frá ráðuneytinu segir að rík áhersla sé lögð á að ljúka þessum viðræðum sem allra fyrst og er gert ráð fyrir að þeim verði flestum lokið í næstu viku.

Riða greindist fyrr í vetur í sýnum úr fé frá fimm bæjum austan vatna í Skagafirði. Bæirnir tilheyra svokölluðu Tröllaskagahólfi. Stjórnvöld fyrirskipuðu að öllu fé á þessum bæjum, ríflega þrjú þúsund fjár, yrði fargað þegar í stað og stóð héraðsdýralæknir fyrir því að það var gert.